Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 24. ágúst 2021 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Dyche gagnrýnir Klopp - „Óþarfi að gera þetta"
Sean Dyche
Sean Dyche
Mynd: Getty Images
Sean Dyche, knattspyrnustjóri Burnley, segist ánægður með þau orð sem Jürgen Klopp lét falla um leikmenn hans eftir 2-0 tapið gegn Liverpool um helgina.

Diogo Jota og Sadio Mane skoruðu mörk Liverpool í leiknum en þrátt fyrir sigurinn var Klopp óánægður með leikmenn Burnley.

Hann var ósáttur við árásargirnina í leikmönnum Burnley, sérstaklega gegn Virgil van Dijk, Joel Matip og Kostas Tsimikas, en Klopp nafngreindi þá Ashley Barnes og Chris Wood, eitthvað sem Dyche var ekki ánægður með það.

„Það sem ég er vonsvikinn með er að hann nafngreinir leikmenn. Það er engin þörf á því að gera það. Við erum með atvinnumenn í fótbolta sem hafa lagt mikla vinnu í að komast á þann stað sem þeir eru í dag," sagði Dyche.

„Það sem hann sagði um þessar tæklingar er einfaldlega rangt og það er óviðeigandi að segja þetta. Ég, persónulega, myndi ekki gera þetta."

„Áhyggjur mínar beinast að því að hann efist um reglurnar og að lið eigi ekki að gera allt til að vinna leiki sem eru byggðar á reglunum. Við gerðum það greinilega því það fór ekki eitt spjald á loft,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner