Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 24. ágúst 2021 22:20
Ívan Guðjón Baldursson
Everton missir af Cunha - Að skrifa undir hjá Atletico
Mynd: EPA
Everton er búið að missa af brasilíska framherjanum Matheus Cunha sem hefur valið að ganga í raðir Atletico Madrid.

Cunha er 22 ára gamall og skoraði 8 mörk í 28 leikjum á miklu vonbrigðatímabili hjá Hertha Berlin í þýsku deildinni.

Hann var einn af fáum björtu punktum í liði Hertha og vakti athygli á sér. Atletico greiðir 30 milljónir evra fyrir leikmanninn sem verður kynntur á næstu dögum samkvæmt Fabrizio Romano.

Cunha er lykilmaður í U23 liði Brasilíu þar sem hann hefur skorað 21 mark í 24 leikjum. Hann skoraði meðal annars í úrslitaleik Ólympíuleikana þar sem Brasilía lagði Spán að velli 2-1.

Cunha mun núna spila fyrir Spánarmeistarana. Þar mun hann mynda skemmtilega framlínu ásamt Joao Felix og Luis Suarez.
Athugasemdir
banner
banner
banner