Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 24. ágúst 2021 13:08
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hefði meiri trú á Man Utd með annan stjóra
Ole Gunnar Solskjær
Ole Gunnar Solskjær
Mynd: Getty Images
Jamie Carragher, sérfræðingur á Sky Sports, sagði í sjónvarpsþættinum Monday Night Football í gær að stjórar Liverpool, Chelsea og Manchester City gætu unnið úrvalsdeildina ef þeir væru við stjórnvölinn hjá Manchester United. Hann gefur í skyn að hann hafi ekki trú á því að Ole Gunnar Solskjær, núverandi stjóri United, geti gert það.

„Mér finnst alltaf vera lausnin að kaupa leikmann á 100 milljónir punda," sagði Carragher.

„Ég er á því að ef Jurgen Klopp, Pep Guardiola eða jafnvel Thomas Tuchel væru með hópinn hjá Manchester United þá gætu þeir unnið deildina."

Gary Neville var einnig í þættinum og kom inn á að United hefði reynt að fara þá leið að ráða stórt nafn sem stjóra. Hann nefnir í því samhengi Jose Mourinho og Louis Van Gaa og að það hafi ekki gengið.

Carragher spurði Neville hvað það væri sem vantaði upp á til að United geti unnið deildina. Er það liðið, hópurin eða stjórinn?

„Ég held það sé stjórinn, mér finnst að Solskjær verði að sanna sig og það fljótt. Úrslitaleikur Evrópudeildarinnar var mjög slæmur og það verður bent á hann ef tímabilið fer illa. Mér finnst Ole eiga skilið tólf mánuði í viðbót því United hefur reynt aðrar leiðir," sagði Neville.


Athugasemdir
banner
banner
banner