Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 24. ágúst 2021 05:55
Brynjar Ingi Erluson
Ísland í dag - Kórdrengir þurfa sigur
Mynd: Raggi Óla
Fimm leikir fara fram í Lengjudeild karla í kvöld og þá er einn leikur í Pepsi Max-deild kvenna á dagskrá.

Kórdrengir eru með 29 stig í þriðja sæti Lengjudeildarinnar, sex stigum á eftir ÍBV. Liðið þarf sigur í kvöld til þess að halda í við Eyjamenn, sem munu eiga tvo leiki til góða eftir leiki kvöldsins.

Vestri og Víkingur Ó. mætast á Olísvellinum á Ísafirði. Það stefnir allt í að Víkingur spili í 2. deildinni á næsta tímabili, nema liðinu takist að safna sigrum í lokaleikjunum.

Fram, sem er búið að tryggja sig upp, spilar við Þrótt R. á Eimskipsvellinum en Framarar eru ekki búnir. Þeir vilja vinna deildina á meðan Þróttarar berjast fyrir lífi sínu.

Stjarnan og Fylkir eigast við í Pepsi Max-deild kvenna. Fylkisliðið er í mikilli fallbaráttu með 12 stig á meðan Stjarnan er í 5. sæti með 20 stig.

Hægt er að sjá alla leiki dagsins hér fyrir neðan.

Leikir dagsins:

Pepsi-Max deild kvenna
18:00 Stjarnan-Fylkir (Samsungvöllurinn)

Lengjudeild karla
18:00 Kórdrengir-Þór (Domusnovavöllurinn)
18:00 Vestri-Víkingur Ó. (Olísvöllurinn)
18:00 Selfoss-Afturelding (JÁVERK-völlurinn)
19:15 Þróttur R.-Fram (Eimskipsvöllurinn)
19:15 Grótta-Grindavík (Vivaldivöllurinn)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner