Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 24. ágúst 2021 10:48
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kiddi Steindórs framlengir við Breiðablik
Kristinn Steindórsson.
Kristinn Steindórsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Miðjumaðurinn Kristinn Steindórsson hefur framlengt samning sinn við Breiðablik.

Nýr samningur hans gildir til ársins 2023.

„Kristinn sem er uppalinn Bliki hóf að leika með meistaraflokki Breiðabliks árið 2007 þá aðeins 17 ára gamall. Hann varð bæði Íslands- og bikarmeistari með Blikum árið 2009 og 2010," segir í tilkynningu Blika.

Kristinn fór í atvinnumennsku 2011 og spilaði í Svíþjóð og Bandaríkjunum. Hann sneri aftur í Breiðablik í fyrra eftir að hafa spilað með FH.

Hann hefur reynst mjög mikilvægur fyrir Breiðablik upp á síðkastið og verið sérlega góður á þessari leiktíð. Kristinn hefur alls leikið 181 leik fyrir Breiðablik og skorað í þeim 58 mörk.

Fyrr í vikunni skrifaði varnarmaðurinn Viktor Örn Margeirsson undir nýjan samning við Breiðablik sem situr í þriðja sæti Pepsi Max-deildarinnar. Blikar eru einu stigi frá efstu tveimur liðunum og með leik til góða.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner