Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 24. ágúst 2021 16:30
Elvar Geir Magnússon
Kjær og læknateymið hljóta forsetaverðlaun UEFA
Simon Kjær huggar eiginkonu Christian Eriksen.
Simon Kjær huggar eiginkonu Christian Eriksen.
Mynd: EPA
Danski landsliðsfyrirliðinn Simon Kjær og læknaliðið sem bjargaði lífi Chrstian Eiksen hafa fengið forsetaverðlaun UEFA.

Eriksen, sem er 29 ára, fór í hjartastopp þegar Danmörk tapaði gegn Finnlandi á EM alls staðar þarnn 12. júní. Hann var endurlífgaður með hjartastuðtæki.

Kjær þótti sýna einstaka leiðtogahæfileika þegar atburðarásin átti sér stað. Hann setti Eriksen í læsta hliðarlegu og stýrði því að leikmenn danska liðsins mynduðu hring í kringum hann á meðan læknarnir sinntu honum.

Þá huggaði hann eiginkonu Eriksen meðan óvissuástand ríkti á leikvangnum.

„Þetta er eitthvað sem aldrei gleymist. Liðið brást við sem ein heild og gerði allt sem hægt var til að aðstoða," segir Kjær sem tók svo sannarlega þátt í að bjarga lífi Eriksen.
Athugasemdir
banner
banner