Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   þri 24. ágúst 2021 12:33
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Man City boðið að kaupa Ronaldo
Ronaldo gæti verið á förum frá Juventus.
Ronaldo gæti verið á förum frá Juventus.
Mynd: Getty Images
Manchester City var boðið að kaupa portúgölsku ofurstjörnuna Cristiano Ronado frá Juventus.

Þetta segir Sam Lee, blaðamaður Goal; hann segir að City hafi verið boðið að krækja í Ronaldo í síðustu viku.

Ronaldo var ekki í byrjunarliði Juventus í fyrstu umferð ítölsku úrvalsdeildarinnar, gegn Udinese. Samkvæmt ítalska fjölmiðlamanninum Fabrizio Romano, þá bað Ronaldo um að fá að vera á bekknum þar sem hann hefur áhuga á því að fara frá Juventus.

Ronaldo kom inn á sem varamaður í leiknum og skoraði í uppbótartíma en markið var dæmt af.

Lee segir að Man City sé að einbeita sér að því að fá Harry Kane, sóknarmann Tottenham, áður en félagaskiptaglugginn lokar.

Ronaldo, sem er 36 ára, er einn besti fótboltamaður allra tíma. Hann spilaði með erkifjendum Man City í Man Utd frá 2003 til 2009.


Athugasemdir
banner
banner