Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   þri 24. ágúst 2021 11:26
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Man Utd að vinna kapphlaupið um Saul?
Saul Niguez.
Saul Niguez.
Mynd: Getty Images
Miðjumaðurinn Saul Niguez gæti verið á faraldsfæti áður en félagaskiptagluggin lokar í mánaðarlok.

Hann hefur lengið verið orðaður við félög í ensku úrvalsdeildinni og á því hefur engin breyting orðið á í sumar.

Chelsea, Liverpool og Manchester United hafa sýnt honum áhuga, og samkvæmt fréttum frá Spáni þá er United búið að vinna kapphlaupið um hann.

AS heldur því fram að Saul sé á leið í ensku úrvalsdeildina. Sagan segir að Man Utd muni fá hann á láni með svo möguleika á því að kaupa hann.

Goal greinir frá því að Atletico hafi boðið Chelsea að fá Saul en samkvæmt fréttum frá Spáni er Man Utd að vinna kapphlaupið.

Manchester United hefur nú þegar fjárfest í Jadon Sancho og Raphael Varane í sumar.

Saul er 26 ára gamall og hefur spilað allan sinn feril með Atletico Madrid, fyrir utan eitt tímabil þar sem hann var á láni hjá Rayo Vallecano.
Athugasemdir
banner
banner
banner