Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 24. ágúst 2021 21:05
Ívan Guðjón Baldursson
Meistaradeildin: PSV tapaði - Malmö fer í riðlakeppnina
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
PSV Eindhoven er úr leik eftir markalaust jafntefli við Benfica í undankeppni Meistaradeildarinnar.

Hollenska stórveldið tapaði fyrri leiknum 2-1 í Portúgal og var í góðri stöðu í dag þegar Lucas Verissimo fékk rautt spjald á 32. mínútu.

PSV átti 20 marktilraunir og hæfðu 8 þeirra rammann en inn vildi boltinn ekki og var niðurstaðan svekkjandi markalaust jafntefli.

Þetta þýðir að PSV mun spila í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í haust og Benfica í riðlakeppni Meistaradeilarinnar.

PSV 0 - 0 Benfica
Rautt spjald: Lucas Verissimo, Benfica ('32)

Malmö er þá komið í riðlakeppni Meistaradeildarinnar þrátt fyrir tap á útivelli gegn Ludogorets.

Malmö spilaði flottan leik í Búlgaríu og verðskuldar að fara í riðlakeppnina.

Að lokum er það Young Boys sem fer áfram eftir sigur á Ferencvaros í Ungverjalandi.

Ludogorets 2 - 1 Malmo FF
1-0 Anton Nedyalkov ('10 )
1-1 Veljko Birmancevic ('42 )
2-1 Pieros Sotiriou ('60 , víti)

Ferencvaros 2 - 3 Young Boys
0-1 Cedric Zesiger ('5 )
1-1 Henry Wingo ('18 )
2-1 Ryan Mmaee ('27 )
2-2 Christian Fassnacht ('56 )
2-3 Felix Khonde Mambimbi ('90 )
Rautt spjald: Aissa Laidouni, Ferencvaros ('64)
Athugasemdir
banner
banner
banner