þri 24. ágúst 2021 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Moyes: Antonio gerði nóg til að þagga niður í mér
David Moyes
David Moyes
Mynd: EPA
David Moyes, knattspyrnustjóri West Ham United, var hæstánægður með frammistöðu liðsins í 4-1 sigrinum á Leicester City í ensku úrvalsdeildinni í gær.

West Ham spilaði frábæran fótbolta í leiknum og komst yfir með marki frá Pablo Fornals. Ayoze Perez var rekinn af velli undir lok fyrri hálfleiks fyrir ljótt brot á samlanda sínum.

Í síðari hálfleik settu Hamrarnir í næsta gír þar sem Michail Antonio skoraði meðal annars tvívegis og varð um leið markahæsti leikmaður félagsins í ensku úrvalsdeildinni.

„Þetta var geggjað kvöld. Liðið spilaði vel og rauða spjaldið auðvitað breytti leiknum en við gerðum margt gott," sagði Moyes.

„Þetta minnti mig á Upton Park í kvöld. Það var geggjað og við höfum verið að gera góða hluti undanfarið. Leicester er gott lið, þeir unnu enska bikarinn og samfélagsskjöldinn."

„Ég er ánægður fyrir hönd Antonio. Ég var vonsvikinn með frammistöðuna frá honum í fyrri hálfleik en hann gerði nóg til að þagga niður í mér eftir það sem ég sagði við hann í hálfleik."


Moyes var þó eitthvað minna hrifinn af því hvernig Antonio fagnaði en hann gerði það með pappaútgáfu af sjálfum sér.

„Þetta er ekki eitthvað sem ég er hrifinn af."

West Ham er á toppnum með sex stig og flest mörk skoruð en hann vildi þó ekki alveg uppljóstra markmiðunum.

„Við viljum fyrst og fremst halda áfram að spila svona. Við þurfum að fara upp um gír. Ég hef sagt leikmönnunum að ná í þessi tvö auka stig sem vantaði til að komast í Meistaradeildina á síðustu leiktíð. Það getur verið að ég sé að biðja um of mikið en hvað á ég að gera? Standa hér fyrir framan ykkur og segja að við viljum forðast fall?"

„Kannski bið ég leikmennina um að halda sér á toppnum eftir þennan leik,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner