þri 24. ágúst 2021 23:00
Ívan Guðjón Baldursson
Portúgalska deildin sterkari en sú franska?
Mynd: Getty Images
Benfica tryggði sér sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar með markalausu jafntefli gegn PSV Eindhoven fyrr í kvöld.

Þessi árangur færði portúgölsku deildinni dýrmæt UEFA stig sem fleyta henni yfir frönsku deildina og í 5. sæti yfir sterkustu deildir Evrópu.

Oft er rætt um ensku, spænsku, ítölsku, þýsku og frönsku deildirnar sem fimm stóru deildarkeppnir Evrópu og gleymist oft að telja Portúgal með í dæmið.

Fjórar sterkustu deildirnar á UEFA-listanum mega senda fjögur félög í Meistaradeild Evrópu og þrjú í Evrópudeildina. Næstu tvær deildir fyrir neðan mega aðeins senda þrjú félög í Meistaradeildina.

Benfica, Sporting CP og Porto munu taka þátt fyrir hönd Portúgal í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í ár. Lille og PSG keppa fyrir Frakkland en Mónakó mætir Shakhtar Donetsk í úrslitaleik um sæti í riðlakeppninni annað kvöld.

UEFA-listinn:
1. England 87.926
2. Spánn 80.570
3. Ítalía 63.616
4. Þýskaland 61.427
5. Portúgal 44.216
6. Frakkland 43.498
7. Holland 33.100
8. Skotland 31.200
9. Rússland 30.682
10. Austurríki 30.050
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner