Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 24. ágúst 2021 15:08
Elvar Geir Magnússon
Róbert Orri frá í tvo til þrjá mánuði
Róbert Orri Þorkelsson er U21 landsliðsmaður.
Róbert Orri Þorkelsson er U21 landsliðsmaður.
Mynd: Fótbolti.net - Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Varnarmaðurinn Róbert Orri Þorkelsson gekkst undir aðgerð í dag vegna meiðsla sem hafa verið að hrjá hann.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá félagsliði hans, CF Montreal sem leikur í MLS-deildinni.

Sagt er að hann verði frá í átta til tólf vikur.

Róbert var í viðtali hér á Fótbolta.net í síðasta mánuði þar sem hann ræddi meðal annars um meiðslin. Smelltu hér til að lesa það viðtal.

„Við vissum af þessum meiðslum Róberts þegar hann kom í júní en það var mikilvægt fyrir okkur að fá hann. Við vonuðumst til að fá hann aftur á fætur en sársaukinn var enn til staðar og ákveðið að senda hann í aðgerð. Við óskum honum skjóts bata," segir í tilkynningunni.

Róbert, sem er 19 ára gamall, gekk í raðir Montreal frá Breiðabliki í sumar en hefur enn ekki getað spilað sinn fyrsta leik í MLS-deildinni vegna meiðsla.
Athugasemdir
banner
banner