Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 24. ágúst 2021 13:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rúnar Alex nefndur á meðal þeirra sem vilja fara
Rúnar Alex Rúnarsson.
Rúnar Alex Rúnarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar Alex Rúnarsson er á meðal leikmanna Arsenal sem eru að vonast eftir félagaskiptum áður en glugginn lokar í lok þessa mánaðar.

Markvörðurinn var næstum því farinn frá Arsenal fyrr í sumar. Arsenal var í viðræðum um að lána hann til Tyrklands, til Altay Spor en að lokum komust félögin ekki að samkomulagi um verð á lánssamningi.

Fram kemur á The Athletic að Willian og Lucas Torreira séu á förum frá Lundúnafélaginu og nokkrir aðrir hafi áhuga á því að fara.

Rúnar Alex er á meðal þeirra sem eru nefndir. Hann er núna þriðji markvörður liðsins á eftir Bernd Leno og Aaron Ramsdale. Rúnar vill væntanlega fá að spila fótbolta.

Aðrir sem eru nefndir eru: Eddie Nketiah, Ainsley Maitland-Niles og Hector Bellerin.

Rúnar Alex hefur misst af upphafi tímabilsins þar sem hann var greindur með kórónuveiruna.
Athugasemdir
banner
banner