Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 24. ágúst 2021 10:45
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Stórt stökk, bæði úr 2. deildinni og úr 2. flokki upp í meistaraflokk"
Mynd: HK
Ívan Óli Santos gekk í raðir HK frá ÍR síðasta sumar, hann kláraði tímabilið með ÍR í 2. deildinni og færði sig svo yfir í HK í vetur.

Ívan er átján ára sóknarmaður sem er markahæsti leikmaður í A-deild 2. flokks. Ívan hefur spilað einn leik með meistaraflokki HK í sumar og það var í Mjólkurbikarnum. Hann hefur í einhverjum leikjum verið á bekknum í deildinni en ekki komið við sögu.

Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari HK, var til viðtals eftir leik HK og Leiknis í gær. Brynjar var spurður út í Ívan Óla. Kemur til greina að nýta hann á lokakaflanum?

„Það hefur kannski ekki gefist tækifæri til þess. Hann er á fyrsta ári hjá okkur, er ennþá á miðári í öðrum flokki og er búinn að standa sig gríðarlega vel þar," sagði Brynjar.

„Það kemur að sjálfsögðu til greina en það er stórt stökk, bæði úr 2. deildinni og úr 2. flokki upp í meistaraflokk," bætti Brynjar við.

Sjá einnig:
Ívan er hálfur Brassi, söng á RÚV og lék í bíómynd

Brynjar Björn: Löngu hættur að treysta á að dómararnir gefi okkur eitthvað
Athugasemdir
banner