banner
   þri 24. ágúst 2021 16:46
Elvar Geir Magnússon
Tveir Blikar í banni á morgun - Nacho fékk tveggja leikja bann
Nacho Heras, varnarmaður Keflavíkur.
Nacho Heras, varnarmaður Keflavíkur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aganefnd KSÍ fundaði í dag eins og hefð er fyrir á þriðjudögum.

Tveir leikmenn Breiðabliks verða í banni á morgun gegn KA á Greifavellinum. Miðvörðurinn Viktor Örn Margeirsson og miðjumaðurinn Alexander Helgi Sigurðarson hafa safnað fjórum gulum spjöldum hvor.

Blikar eru í harðri baráttu um Íslandsmeistaratilinn og fara á topp Pepsi Max-deildarinnar með sigri á morgun. KA þarf á sigri að halda í toppbaráttunni.

FH mætir Keflavík á Kaplakrikavelli á morgun en Guðmundur Kristjánsson tekur út bann hjá heimamönnum. Keflvíkingar verða án miðvarðarins Nacho Heras en hann fékk tveggja leikja bann fyrir brottvísunina gegn Hafnarfjarðarliðinu síðasta laugardag.

Nacho sló í hnakka Jóhanns Ægis Arnarssonar þegar boltinn var víðsfjarri og fékk að líta rautt. Tveggja leikja bannið gerir það að verkum að hann verður einnig í banni í fallbaráttuslag gegn HK næsta sunnudag.

Orri Hrafn Kjartansson tekur út bann hjá Fylki þegar liðið mætir Breiðabliki næsta sunnudag en Árbæjarliðið er í baráttu fyrir lífi sínu í deildinni.

Smelltu hér til að sjá úrskurð aganefndar í heild sinni
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner