Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 24. ágúst 2021 23:45
Ívan Guðjón Baldursson
Úrvalsdeildarfélög ætla ekki að senda leikmenn á rauð svæði
Salah missir af leikjum gegn Angólu og Gabon.
Salah missir af leikjum gegn Angólu og Gabon.
Mynd: Getty Images
Ensk úrvalsdeildarfélög hafa ákveðið í sameiningu að senda ekki leikmenn sína í landsleiki sem verða leiknir á svokölluðum rauðum svæðum í Covid-faraldrinum.

Úrvalsdeildarleikmenn fá ekki leyfi til að fljúga til rauðra landa sem eru talin hættusvæði vegna mikils fjölda smita.

Spænska deildin ætlar að fara sömu leið og virðist sú ítalska einnig ætla að gera það.

Það eru næstum 60 úrvalsdeildarleikmenn sem eiga leik á rauðu svæði í landsleikjahlénu sem hefst um mánaðarmótin og mega því ekki ferðast.

„Úrvalsdeildarfélög hafa alltaf stutt rétt leikmanna til að spila fyrir landslið sín en í dag hafa þau komist að erfiðri en nauðsynlegri niðurstöðu - að það væri fáránlegt að hleypa leikmönnum á rauð svæði í landsleikjahléum," sagði Richard Masters, framkvæmdastjóri úrvalsdeildarinnar.

„Sóttkvíarreglur verða til þess að leikmenn missa af þremur til fjórum keppnisleikjum og æfingum í tíu daga. Þetta hefur neikvæð áhrif á líkamlega heilsu og form."

Þetta eru afar slæmar fréttir fyrir Suður-Ameríkuþjóðir þar sem nánast öll lönd í álfunni eru skráð rauð, þar á meðal Argentína, Brasilía og Síle. Staðan er ekki mikið betri í Afríku þar sem leikmenn á borð við Pierre-Emerick Aubameyang, Sadio Mane, Mohamed Salah, Riyad Mahrez og Wilfred Ndidi fá ekki að fljúga í sína landsleiki.

Um mikilvæga landsleiki er að ræða þar sem þjóðir keppast um sæti á HM 2022 í Katar.
Athugasemdir
banner
banner