Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 24. ágúst 2021 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Willian á leið aftur til Brasilíu?
Willian gæti farið frá Arsenal áður en glugginn lokar
Willian gæti farið frá Arsenal áður en glugginn lokar
Mynd: Getty Images
Brasilíski vængmaðurinn Willian gæti verið á förum frá Arsenal aðeins ári eftir að hann gekk til liðs við félagið en samkvæmt ensku miðlunum er hann á leið til Corinthians í Brasilíu.

Willian er 33 ára gamall og kom til Arsenal á frjálsri sölu frá Chelsea á síðasta ári.

Hann skoraði aðeins eitt mark í 37 leikjum með liðinu og var langt frá sínu besta formi.

Brassinn hefur ekkert komið við sögu með Arsenal á þessari leiktíð og samkvæmt ensku miðlunum er hann að öllum líkindum á leið til Corinthians á frjálsri sölu.

Willian er á 150 þúsund pundum á viku hjá Arsenal og Corinthians hefur svo sannarlega ekki efni á því að borga slík laun. Það gæti farið svo að enska félagið samþykki að greiða hluta af launum hans.

Leikmaðurinn sjálfur hefur ekki áhuga á því að yfirgefa Evrópu eins og staðan er í dag. Glugginn lokar eftir viku og verður fróðlegt að sjá hvað verður um Willian.
Athugasemdir
banner
banner
banner