sun 24. september 2017 14:44
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stjarnan stóð ekki heiðursvörð fyrir Valsmenn
Valsmenn urðu Íslandsmeistarar í síðustu umferð.
Valsmenn urðu Íslandsmeistarar í síðustu umferð.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan stóð ekki heiðursvörð fyrir nýkrýnda Íslandsmeistara Vals, en liðin eru að spila gegn Stjörnunni þessa stundina.

Það er hefð fyrir því, bæði hér heima og erlendis, að önnur lið standi heiðursvörð fyrir meistara ef einhverjir leikir eru eftir. Þetta hefur til að mynda verið mikið gert í Englandi.

Stjarnan ákvað hins vegar ekki að gera þetta fyrir Val, sem varð meistari með því að vinna Fjölni í síðustu umferð.

Farðu í textalýsingu frá leik Stjörnunnar og Vals

Það var talað um þetta þegar Haukur Páll Sigurðsson og Guðjón Pétur Lýðsson mættu í Útvarpsþáttinn Fótbolta.net í gær.

„Við þurftum að gera það fyrir KR á Valsvelli. Þeir (Stjarnan) ráða hvað þeir gera, en þetta er ákveðin virðing," sögðu þeir.

Sjá einnig:
Haukur Páll og Gaui Lýðs gefa skemmtilega innsýn í lífið í Val
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner