Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 24. september 2018 22:30
Ingólfur Páll Ingólfsson
Ander Herrera klár í leikinn gegn Derby
Herrera er búinn að ná sér af meiðslum.
Herrera er búinn að ná sér af meiðslum.
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho segir að miðjumaðurinn Ander Herrera sé klár í slaginn gegn Derby County í þriðju umferð Carabao bikarsins annað kvöld.

Herrera hefur verið frá keppni síðan í sigurleiknum gegn Burnley þann 2. september síðastliðinn vegna ökklameiðsla. Hann hefur nú hrist af sér meiðslin og er klár fyrir leikinn gegn Frank Lampard og félögum í Derby en þetta tilkynnti Mourinho í viðtaldi við MUTV.

Ander er tilbúinn. Marcos Rojo er eini leikmaðurinn sem er ekki klár vegna meiðsla og þetta er síðasti leikurinn í banni hjá Marccus Rashford,” sagði Mourinho.

Ég er að hugsa um leikina og þessi er bikarleikur þar sem reglurnar eru öðruvísi. Eftir jafntefli þá ferð þú beint í vítaspyrnukeppni, sem getur augljóslega farið á báða vegum.”

Svo þetta er 90. mínútuna leikur sem við verðum að reyna að vinna og því verður val á leikmönnum byggt á því. ”

Þá virðist Diogo Dalot tilbúinn að spila sinn fyrsta keppnisleik á Old Trafford en hann stóð sig vel í sínum fyrsta leik gegn Young Boys á útivelli í meistaradeildinni.

Hann hefur spilað þar en á tómum velli. Hann spilaði fyrir U-23 ára liðið en núna spilar hann með aðalliðinu,” sagði Mourinho.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner