Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 24. september 2018 19:30
Ingólfur Páll Ingólfsson
Arnór Smárason skoraði sigurmarkið - Viktor Einarsson byrjaði
Arnór skoraði mikilvægt mark fyrir Lillestrøm.
Arnór skoraði mikilvægt mark fyrir Lillestrøm.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þrír Íslendingar voru á ferðinni með félagsliðum sínum í dag en fengu að spila mismikið.

Arnór Smárason var í byrjunarliði Lillestrøm sem tók á móti Tromsø. Arnór gerði sér lítið fyrir og skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu á 80. mínútu.

Jón Guðni á bekknum hefur verið mikið á bekknum undanfarið og það breyttist ekki í öruggum 0-3 sigri Krasnodar á Krylya Sovetov á útivelli. Gamla brýnið Ari skoraði meðal annars tvö í leiknum áður en Suleymanov innsiglaði sigurinn undir lokinn.

Loks var Viktor Einarsson í byrjunarliði Varnamo sem mætti Norrby í næst efstu deild Svíþjóðar. Varnamo er í bullandi fallbaráttu en Viktori og félögum tókst ekki að næla sér í stig í dag og tapaði 2-1. Viktor spilaði allan leikinn en liðið fékk tvö mörk á sig úr vítaspyrnum.

Lillestrøm 1-0 Tromsrø
1-0 Arnór Smárason ('80)

Krylya Sovetov 0 - 3 Krasnodar
0-1 Ari ('69)
0-2 Ari ('71)
0-3 Suleymanov ('81)

Norrby 2 - 1 Värnamo
0-1 J. Birkfeldt ('12)
1-1 Richard Yarsuvat ('47)
2-1 Richard Yarsuvat ('79)
Athugasemdir
banner
banner
banner