Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 24. september 2018 16:06
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bestur í 21. umferð: Hausinn var farinn af titlinum
Oliver Sigurjónsson (Breiðablik)
Oliver Sigurjónsson er leikmaður 21. umferðar í Pepsi-deildinni.
Oliver Sigurjónsson er leikmaður 21. umferðar í Pepsi-deildinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Oliver hefur verið í láni hjá Blikum í sumar.
Oliver hefur verið í láni hjá Blikum í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik á möguleika á Íslandsmeistaratitlinum fyrir lokaumferðina.
Breiðablik á möguleika á Íslandsmeistaratitlinum fyrir lokaumferðina.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Leikurinn spilaðist ágætlega fyrir okkur í fyrri hálfleik og að mínu mati stjórnuðum við vel því sem við ætluðum að stjórna í fyrri hálfleik og uppskerum auðvitað tvö mörk. Þeir koma með miklu meiri baráttu og voru fínir í seinni hálfleik og sköpuðu sér færi. Mér fannst við klaufar oft á tíðum í seinni hálfleik og náðum alls ekki upp okkar leik, mögulega þreyta, ég veit það ekki," segir Oliver Sigurjónsson, miðjumaður Breiðabliks og leikmaður 21. umferðar Pepsi-deildar karla hjá Fótbolta.net

Oliver átti flottan leik á miðjunni hjá Blikum í 2-0 sigri á Fjölni í gær.

„Seinni hálfleikurinn var erfiður fyrir okkur, þannig við þurftum að vinna fyrir hlutunum."

Oliver skoraði seinna mark Blika, stuttu fyrir hálfleik en það er alltaf gott að fá mark á slíkum tímapunkti. Markið kom á 39. mínútu.„Mörk breyta leikjum og alltaf gott að fá mark. Ég veit ekki endilega hvort tímasetningin á þessu marki var betri en önnur en með öðru markinu kemur yfirleitt aðeins meiri ró yfir mannskapinn og það hjálpaði alveg 100%."

Markið kom beint úr aukaspyrnu en þetta er annað mark hans í sumar sem kemur beint úr aukaspyrnu. „Ég hef aðeins æft aukaspyrnur í sumar en aðallega þegar ég var yngri. Mikið af aukaæfingum í Fífunni og ég er þakklátur að þetta sé aðeins að skila sér."

Sigurinn hjá Blikum þýðir það að Fjölnir fellur niður um deild en Breiðablik á möguleika á titlinum í lokaumferðinni. Þeir grænklæddu úr Kópavogi þurfa að treysta á það að Keflavík, sem hefur ekki enn unnið leik í sumar, vinni topplið Vals í lokaumferðinni. Á meðan þarf Breiðablik að vinna sinn leik, gegn KA á heimavelli.

„Eftir tvö töp og jafntefli við Grindavík var hausinn farinn frá Íslandsmeistaratitlinum. Síðan þá höfum við spilað oft á tíðum feykivel, þegar við setjum enga óþarfa pressu á okkur. Flestir okkar eru að hugsa um að bæta sig og gera vel fyrir liðið og þegar við spilum þannig, þá eru afleiðingarnar mjög oft sigurleikur."

„Möguleikarnir eru á þá vegu að við eigum séns og auðvitað væri frábært að vinna, en þýðir eitthvað að pæla í Val á móti Keflavík fyrr en eftir 90 mínútur af fótbolta?"

Er í láni hjá uppeldisfélaginu
Oliver er í láni hjá Breiðablik frá norska liðinu Bodø/Glimt. Er möguleiki á því að Oliver spili aftur í Kópavoginum næsta sumar?

„Ég ætla að taka mér frí eftir tímabilið og fer svo út að æfa með Bodø líklega. Undirbúningstímabilið byrjar í janúar í Bodø og ég á ár eftir af samningi þar."

„Búnir að sýna frábæran karakter
Að lokum er Oliver spurður út í bikarúrslitaleikinn, sem Breiðablik tapaði í vítaspyrnukeppni gegn Stjörnunni. Eru Blikar búnir að ná honum alveg út úr kerfinu?

„Það er frábær stemming hjá Blikaliðinu, menn voru auðvitað sárir og svekktir að tapa á þennan hátt sem við töpuðum í bikarúrslitunum, en við erum búnir að sýna frábæran karakter og koma til baka eftir erfiða tíma," sagði Oliver að lokum.

Lokaumferðin í Pepsi-deildinni fer fram næsta laugardag.

Domino's gefur verðlaun
Leikmenn umferðarinnar í Pepsi-deild karla og kvenna fá Pizzu veislur frá Domino's í sumar.

Fyrri leikmenn umferðarinnar
Leikmaður 20. umferðar - Patrick Pedersen (Valur)
Leikmaður 19. umferðar - Jákup Thomsen (FH)
Leikmaður 18. umferðar - Kennie Chopart (KR)
Leikmaður 17. umferðar - Birkir Már Sævarsson (Valur)
Leikmaður 16. umferðar - Patrick Pedersen (Valur)
Leikmaður 14. umferðar - Ari Leifsson (Fylkir)
Leikmaður 13. umferðar - Ásgeir Sigurgeirsson (KA)
Leikmaður 12. umferðar - Halldór Páll Geirsson (ÍBV)
Leikmaður 11. umferðar - Hilmar Árni Halldórsson (Stjarnan)
Leikmaður 10. umferðar - Kennie Chopart (KR)
Leikmaður 9. umferðar - Jónatan Ingi Jónsson (FH)
Leikmaður 8. umferðar - Guðmundur Steinn Hafsteinsson (Stjarnan)
Leikmaður 7. umferðar - Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA)
Leikmaður 6. umferðar - Almarr Ormarsson (Fjölnir)
Leikmaður 5. umferðar - Sito (Grindavík)
Leikmaður 4. umferðar - Aron Jóhannsson (Grindavík)
Leikmaður 3. umferðar - Emil Ásmundsson (Fylkir)
Leikmaður 2. umferðar - Gísli Eyjólfsson (Breiðablik)
Leikmaður 1. umferðar - Sveinn Aron Guðjohnsen (Breiðablik)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner