Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 24. september 2018 16:15
Fótbolti.net
Hófið: Tveir í röð í sjúkrabíl
Skipting umferðarinnar.  Fylkir gerði þrefalda skiptingu á 80. mínútu og það skilaði sér.
Skipting umferðarinnar. Fylkir gerði þrefalda skiptingu á 80. mínútu og það skilaði sér.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Valsmenn mættu með danska fánann til heiðurs Patrick Pedersen.
Valsmenn mættu með danska fánann til heiðurs Patrick Pedersen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Björn Bragi Arnarson stuðningsmaður Fylkis var hress á KR-velli.
Björn Bragi Arnarson stuðningsmaður Fylkis var hress á KR-velli.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Srdjan Tufegdzic og Óli Stefán Flóventsson eru báðir að hætta með sín lið eftir tímabilið.  Þeir mættust í gær.
Srdjan Tufegdzic og Óli Stefán Flóventsson eru báðir að hætta með sín lið eftir tímabilið. Þeir mættust í gær.
Mynd: Þorsteinn Magnússon
Þóroddur Hjaltalín er dómari umferðarinnar.  Hann leggur flautuna á hilluna eftir tímabilið.
Þóroddur Hjaltalín er dómari umferðarinnar. Hann leggur flautuna á hilluna eftir tímabilið.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Halldór Orri Björnsson og sonur hressir eftir leik FH og Vals í gær.
Halldór Orri Björnsson og sonur hressir eftir leik FH og Vals í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Næstsíðasta umferðin í Pepsi-deildinni fór fram í gær og þar kom ýmislegt í ljós.

Sjá einnig:
Innkastið: Úrslitastund og skemmtilegar sögur

Það sem Lucas lærði: Eftir hverja umferð gefur Lucas Arnold, enskur aðdáandi Pepsi-deildarinnar, sitt álit á því sem stóð upp úr.

„Það vantaði ekkert upp á dramatíkina í 21. umferðinni. Ég vil byrja á að óska Fylki hjartanlega til hamingju með að tryggja sæti sitt í Pepsi. Endurkoman hjá Ólafi Inga, endurkoman á Floridana völlinn og stuðið á Ragnari Braga og Daða gerir það að verkum að Fylkir verðskuldar þetta. Það er ástæða til bjartsýni undir stjórn Helga á næsta ári (ef við gefum okkur það að hann verði áfram) og ég hlakka til að sjá hvernig þeir byggja ofan á þetta ár. Auðvitað samhryggist ég Fjölni sem virtist ekki hafa gæðin í lokin. Hefði þetta orðið öðruvísi tímabil ef Þórir hefði skorað og Ingimundur Níels hefði verið heill? Algjörlega, en í lokin þá lýgur taflan ekki og Fjölnir hafði of lítinn hóp til að gera breytingar."

„Á hinum enda töflunnar Stjarnan, Stjarnan, Stjarnan. Þvílíkt tækifæri. Ég vil hrósa ÍBV fyrir frábæra frammistöðu en andstæðingar þeirra áttu þarna alvöru séns á tvennunni. Á 20 mínútum gerðist allt. Stjarnan var að fara að ná titlinum, Valur var að fara að lyfta honum, FH var að fara að missa af Evrópukeppni og KR á leiðinni inn. Tíu mínútum síðar hafði Valur lent í Eddi Gomes (hann er víst ekki aðdaándi Vals) og FH var komið aftur í Evrópu en Stjarnan náði ekki að nýta sér það. Þetta var alvöru Pepsi kaos. Ef þú hlustar á Ólaf þá er titillinn nánast klár gegn Keflavík heima en gæti komið önnur beygja í þetta? Gæti Breiðablik skotist aftur fram á sjónarsviðið? Það yrði þvílík saga ef þeir vinna titilinn. Jafn góð saga og að Sam Hewson hafi skorað þrennu á Akureyri fyrir magnað lið UMFG. Því minna sem er sagt um það augnablik því betra. Ég get ekki beðið eftir niðurstöðunni á laugardaginn."


Ekki lið umferðarinnar:


Leikur umferðarinnar: Þeir áhorfendur sem mættu á leik KA og Grindavíkur fengu mest fyrir peninginn. Staðan þar var 4-2 eftir einungis 33 mínútur! Markaveisla hjá tveimur liðum sem létu sóknarleikinn vera í fyrirrúmi.

Stuðningsmenn umferðarinnar: Silfurskeiðin tók hópferð til Eyja til að styðja Stjörnuna. Meðlimir skeiðarinnar mættu hálftíma fyrir leik á Hásteinsvöll og byrjuðu að syngja en stuðningur þeirra dugði ekki til að þessu sinni.

Búningasaga ÍBV: Fyrir leik ÍBV og Stjörnunnar voru bikar og Íslandsmeistarar ÍBV frá 1968 og 1998 heiðraðir. Stebbi Run sagði frá sögunni á bakvið það að ÍBV hafi ákveðið að spila í hvítum búningum. Hugmyndin kom frá toppliðinu á Englandi á þeim tíma sem var Leeds en Stebbi er grjótharður Leedsari og var því ekki erfitt að velja þá buninga sem fyrirmynd.

FM-hnakki umferðarinnar: Fjórði dómarinn á leik ÍBV og Stjörnunnar, Elías Ingi Árnason, var ekki parsáttur með upphitunar technoið sem hljómaði á Hásteinsvelli og bað um að Britney Spears yrði spiluð í græjunum. Elías Ingi vann áður fyrr á FM957,

Skipting umferðarinnar: Helgi Sigurðsson, þjálfari Fylkis, gerði þrefalda skiptingu á 80. mínútu. Það skilaði sér fimm mínútum síðar þegar Oddur Ingi Guðmundsson, einn af varamönnunum, jafnaði og tryggði Fylki sæti í Pepsi-deildinni að ári.

Hreinskilni umferðarinnar: Þórður Ingason fór yfir sumarið fallið hjá Fjölni og dró hvergi undan í viðtali eftir tapið gegn Breiðabliki.

Dómari umferðarinnar: Þóroddur Hjaltalín fékk 9,5 í skýrslunni hjá Agli Sigfússyni í leik KA og Grindavíkur. „Doddi er búinn að vera frábær í sumar og dæmdi þennan leik mjög vel, vítið hárrétt og spjöldin öll rétt að mínu mati. Rosalega slæmt fyrir deildina að hann sé að hætta í haust!" sagði Egill.

Kveðjuleikur umferðarinnar: Túfa er að kveðja KA eftir að hafa verið hjá félaginu síðan árið 2006 sem leikmaður, þjálfari allra yngri flokka og loks aðstoðarþjálfari og aðalþjálfari meistaraflokks. Hann kvaddi með sigri í sjö marka leik og vill án efa vinna síðasta leikinn sinn við stjórnvölinn gegn Blikum næstu helgi.

Vallarþulur umferðarinnar: Friðrik Dór Jónsson fór á kostum sem vallarþulur í leik FH og Vals. Friðrik lýsti markaskorurum FH á krafti og bar upp viðbótartíma leiksins á spænsku. Létt yfir Frikka.

Léttir umferðarinnar: Eddi Gomes gerði skelfileg mistök sem kostuðu jöfnunarmark gegn Val. Hann bætti upp fyrir það með því að skora sigurmarkið á lokasekúndunni.

Óheppni umferðarinnar: Tveir leikmenn Víkings þurftu að fara með sjúkrabíl af Nettó-vellinum í Keflavík með einungis nokkurra mínútna millibili. Fyrst meiddist Arnþór Ingi Kristinsson illa á ökkla og síðan fékk Milos Ozegovic þungt höfuðhögg.

Góð umferð fyrir:

- Fylkismenn. Árbæingar gulltryggðu sæti sitt með jafntefli gegn KR.
- Víking og ÍBV. Bæði lið sigldu upp töfluna og úr fallhættu með sigrum í gær.
- FH. Fimleikafélagið á ennþá fína möguleika á Evrópusæti eftir hagstæð úrslit í gær.

Vond umferð fyrir:

- Fjölnismenn. Fall niðurstaðan eftir erfitt tímabil í Grafarvoginum.
- Stjörnumenn. Annar leikurinn í röð án sigurs og Garðbæingum mistókst að nýta sér það þegar Valsmenn misstigu sig.
- Grindvíkinga. 4-3 tap gegn KA og þeir hrapa niður í 9. sætið í deildinni.

Twitter #Fotboltinet








Athugasemdir
banner
banner