Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 24. september 2018 12:30
Magnús Már Einarsson
Lið 21. umferðar: Mikilvægur sigur FH
Guðmundur Kristjánsson (til vinstri) fagnar sigurmarki FH.  Hann er í liði umferðarinnar.
Guðmundur Kristjánsson (til vinstri) fagnar sigurmarki FH. Hann er í liði umferðarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hallgrímur Mar var öflugur í leik Grindavíkur og KA.
Hallgrímur Mar var öflugur í leik Grindavíkur og KA.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Geoffrey Castillion er í liðinu.
Geoffrey Castillion er í liðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FH vann mikilvægan sigur í Evrópubaráttunni þegar liðið lagði Val 2-1 í gær. Eddi Gomes skoraði sigurmarkið á lokasekúndunum. Guðmundur Kristjánsson átti stóran þátt í sigurmarkinu en hann var ásamt Atla Guðnasyni besti maður FH í gær. Þeir eru báðir í liði umferðarinnar en Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, er þjálfari umferðarinnar.

Breiðablik felldi Fjölni með 2-0 sigri í Grafarvogi. Oliver Sigurjónsson átti frábæran leik þar en hann skoraði laglegt mark beint úr aukaspyrnu. Elfar Freyr Helgason átti einnig góðan leik í vörninni.

Ólafur Ingi Skúlason var maður leiksins þegar Fylkir tryggði sæti sitt í Pepsi-deildinni með jafntefli gegn KR á útivelli.

ÍBV gulltryggði einnig sæti sitt með 2-1 sigri á Stjörnunni. Sindri Snær Magnússon skoraði fyrra markið á laglegan hátt og hinn portúgalski Diogo Coelho var öflugur í vinstri bakverðinum.

Geoffrey Castillion skoraði tvívegis þegar Víkingur R. tryggði sæti sitt með 4-0 sigri á Keflavík. Sindri Kristinn Ólafsson kom í veg fyrir stærra tap þar.

Hallgrímur Mar Steingrímsson skoraði tvö mörk fyrir KA í 4-3 sigri á Grindavík en Sam Hewson var með þrennu í þessum mikla markaleik.

Sjá einnig:
Úrvalslið 20. umferðar
Úrvalslið 19. umferðar
Úrvalslið 18. umferðar
Úrvalslið 17. umferðar
Úrvalslið 16. umferðar
Úrvalslið 15. umferðar
Úrvalslið 14. umferðar
Úrvalslið 13. umferðar
Úrvalslið 12. umferðar
Úrvalslið 11. umferðar
Úrvalslið 10. umferðar
Úrvalslið 9. umferðar
Úrvalslið 8. umferðar
Úrvalslið 7. umferðar
Úrvalslið 6. umferðar
Úrvalslið 5. umferðar
Úrvalslið 4. umferðar
Úrvalslið 3. umferðar
Úrvalslið 2. umferðar
Úrvalslið 1. umferðar
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner