Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 24. september 2018 12:15
Fótbolti.net
Þrenna Tryggva: Skellur í Grafarvoginum
Tryggvi þekkir þrennurnar vel.
Tryggvi þekkir þrennurnar vel.
Mynd: Fótbolti.net
Fjölnismenn féllu um helgina.
Fjölnismenn féllu um helgina.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Tryggvi Guðmundsson, sérfræðingur Fótbolta.net, skoraði margar þrennur á ferlinum og í sumar er hann með þrennuna eftir hverja umferð í Pepsi-deildinni. Þar tekur Tryggvi fyrir þrjú málefni sem brenna á honum.

Tryggvi fylgdist vel með gangi mála í 20. umferðinni og hér að neðan má sjá punkta hans þaðan.



Valsmenn með pálmann í höndunum
Tvö lið í titilbaráttunni áttu ekki góða helgi, Valur og Stjarnan. Valsmenn voru pínu heppnir með að Stjarnan missteig sig út í Eyjum en Stjörnumenn eru eflaust ósáttir út í sjálfa sig að hafa ekki komið með þrjú stig heim úr Eyjunni fögru. Blikarnir gerðu góða ferð í Grafarvoginn og eru þar af leiðandi í séns. Það verður virkilega skemmtilegt að fylgjast með þessu. Auðvitað gera flestir ráð fyrir því að Valsmenn taki titilinn enda eru þeir að spila við lið sem hefur ekki unnið leik í sumar og það á heimavelli. Ef að öll liðin skíta á sig þá enda þeir samt sem meistarar. Stjörnumenn eiga erfiðasta leikinn á pappírunum í síðustu umferðinni. Líkurnar eru mestar á Val en það er aldrei að vita nema það verði eitthvað fjör um helgina. Það er vonandi fyrir þá sem hafa enga tengingu að það verði spenna í þessu. Tveir leikmenn í toppliðunum eru að kljást um gullskóinn og hugsanlegt markamet. Patrick Pedersen þarf tvö mörk til að jafna metið og þrennu til að bæta það. Miðað við hvað hann hefur verið heitur undanfarið og hverjir andstæðingarnir eru þá tel ég það geta gerst.

Flopp hjá FH eða KR?
Það er slagur tveggja risa um Evrópusætið. Með þessa dramatíska sigurmarki FH undir lok leiks gegn Val þá færist fjör í þetta. Á sama tíma náði KR einungis jafntefli gegn Fylki. Þetta er drulluspennandi og það verður gaman að fylgjast með þessum liðum. KR á auðveldari leik í lokaumferðinni þar sem þeir mæta Víkingi á útivelli. Það er hins vegar erfitt að segja til um þessi lið, hvaða leikir eru léttir og hvaða leikir eru ekki léttir. Þetta er galopið og skemmtilegur slagur tveggja risa. Liðið sem endar í 5. sæti mun líta á tímabilið sem flopp.

Fúlt að sjá Fjölni fara niður
Þetta gífurlega mikilvæga mark hjá Oddi gegn KR og tap Fjölnis gerði það að verkum að við fáum ekki úrslitaleik um fallið í lokaumferðinni milli Fylkis og Fjölnis. Það er spennandi titilbarátta og barátta um Evrópusæti en það er engin spenna á botninum. Það er alltaf fúlt að sjá einhverja fara niður en það er partur af þessu prógrami. Það er fúlt að sjá Fjölnismenn fara niður eftir ágætis uppbyggingu á liðinu síðustu ár. Þetta er lið sem er með fullt af hæfileikaríkum ungum drengjum og það er líka leiðinlegt að sjá að ekki hafi gengið betur á fyrsta tímabili hjá Óla Palla. Þetta er pínu skellur í Grafarvoginum því það hefur sýnt sig að það tekst ekkert öllum að komast beint upp aftur. Það er ekki létt. Maður hræðist að þessir bestu fari í önnur lið en vonandi verður haldið vel á spilunum.

Sjá einnig:
Eldri þrennur Tryggva
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner