Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 24. september 2018 14:30
Ívan Guðjón Baldursson
Benteke með langverstu nýtinguna - Morata næstverstur
Mynd: Getty Images
Búið er að birta tölfræði sem sýnir færanýtingu bestu leikmanna ensku úrvalsdeildarinnar.

Skoðuð er tölfræði yfir dauðafæri sem leikmenn hafa fengið frá upphafi síðasta tímabils.

Raheem Sterling og Sergio Agüero eru með bestu nýtinguna, rétt rúmlega 50%, en á eftir þeim koma Romelu Lukaku og Harry Kane.

Þar á eftir kemur Mohamed Salah, svo koma Gabriel Jesus og Alvaro Morata. Belgíski sóknarmaðurinn Christian Benteke rekur lestina, en hann hefur aðeins skorað úr 3 dauðafærum af 27 síðasta árið.

Listann má sjá hér fyrir neðan en hann raðast eftir magni dauðafæra. Mörk skoruð úr dauðafærum eru í sviga.

Mohamed Salah: 50 (22)
Harry Kane: 45 (22)
Gabriel Jesus: 33 (13)
Sergio Agüero: 30 (16)
Romelu Lukaku: 29 (14)
Raheem Sterling: 28 (15)
Álvaro Morata: 28 (10)
Christian Benteke: 27 (3)
Athugasemdir
banner
banner