Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 24. september 2018 16:30
Ívan Guðjón Baldursson
Cech: 'Arsenal fótbolti' var orðinn mikilvægari en stigastöfnun
Mynd: Getty Images
Petr Cech var besti maður vallarins er Arsenal lagði Everton að velli með tveimur mörkum gegn engu um helgina.

Þetta var óvenjulega ljótur sigur hjá Arsenal, en gestirnir voru öflugir á Emirates og bjargaði Cech sínum mönnum nokkrum sinnum frá því að lenda undir í fyrri hálfleik.

Cech telur það vera gott merki að Arsenal sé að vinna leiki þó leikmenn eigi ekki sinn besta dag og segir að Arsene Wenger hafi einblínt of mikið á jákvæðan leikstíl frekar en að ná úrslitum.

Arsenal hefur ekki unnið ensku úrvalsdeildina síðan 2004 og sagði Santi Cazorla á dögunum að leikmenn liðsins tryðu því ekki sjálfir að þeir gætu hampað titlinum.

„Öll félög sem hafa unnið deildartitla undanfarin ár vita hvað þarf til þess, en Arsenal hefur ekki unnið í meira en 10 ár," sagði Cech.

„Fallegur 'Arsenal fótbolti' var orðinn mikilvægari heldur en stigasöfnunin. Stundum þarf meira til að vinna deildina. Stundum þarf lið að hafa getuna til að vinna ljótu leikina, þegar liðið er ekki að eiga sinn besta dag og kemst yfir þá verður það að kunna að setjast í vörn, læsa hurðinni og vinna 1-0 sama hvernig.

„Þetta er það sem mér hefur fundist vanta hjá félaginu síðustu þrjú ár. Núna erum við komnir með nýjan stjóra sem er með nýjar hugmyndir og við ætlum að reyna að vinna hvern einasta leik, það er hugarfarið okkar. Vonandi náum við að vinna úrvalsdeildina aftur sem fyrst."

Athugasemdir
banner
banner