Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 24. september 2018 18:30
Ívan Guðjón Baldursson
Forseti Inter í viðræðum um kaup á Oxford United
Mynd: Getty Images
Erick Thohir, forseti og minnihlutaeigandi í Inter, er í viðræðum um kaup á meirihlutanum í Oxford United.

Sky Sport Italia greinir frá því að aðilar hafi komist að samkomulagi og Thohir sé aðeins skrefi frá því að ganga frá kaupunum.

Oxford er við botn C-deildarinnar á Englandi eftir sex tapleiki í fyrstu níu umferðum tímabilsins.

Ítalskir fjölmiðlar telja að þetta sé staðfesting á því að Thohir ætli að selja 31% hlut sinn í Inter til Suning Group, en þau eigendaskipti munu líklegast fara fram í lok október.

Thohir keypti Inter fyrir fimm árum og staðnaði félagið undir hans umsjá. Inter byrjaði ekki að ganga vel fyrr en Thohir seldi part af hlut sínum í félaginu.
Athugasemdir
banner
banner