Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 24. september 2018 13:30
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: in.fo 
Heimir Guðjóns: Ánægður að þagga niður í þessari spá þinni
Heimir og lærisveinar hans náðu í 63 stig í 23 leikjum.
Heimir og lærisveinar hans náðu í 63 stig í 23 leikjum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimir Guðjónsson gerði HB að meisturum á sínu fyrsta tímabili í færeyska boltanum. HB, sem hafði endað í fimmta sæti tvö ár í röð og ekki unnið deildina síðan 2013, rúllaði upp deildinni og tryggði sér titilinn um helgina þó það séu enn fjórar umferðir eftir.

Það bjuggust ekki margir við að HB tækist að vinna þrátt fyrir að vera með nýjan þjálfara og hvað þá með svona afgerandi hætti.

„Mér líður frábærlega, það er alltaf gaman að vinna. Þess vegna erum við í þessu," sagði Heimir í stuttu viðtali við félaga sinn hjá færeyska miðlinum in.fo.

„Ég vil nýta tækifærið til að minna þig á að þú spáðir HB fimmta sæti á tímabilinu. Ég er virkilega, virkilega ánægður með að hafa þaggað niður í þessari spá þinni."

Heimir var spurður hvort hann hafi búist við því að vinna deildina með svona afgerandi hætti á fyrsta tímabili. Hann svaraði því neitandi og hrósaði leikmönnum í hástert fyrir sinn þátt. Heimir fjölgaði strax liðsæfingum við komu sína til Þórshafnar og var afar ánægður með viðmót leikmanna.

„Ég væri að ljúga ef ég myndi segja að ég hafi búist við svona góðum árangri. Ég vissi að þetta væri lið með góða leikmenn svo ég hafði engar áhyggjur af gæðunum. Leikmennirnir eiga hrós skilið fyrir vinnusemina sem þeir sýndu, þeir voru tilbúnir að fara eftir mínu höfði frá fyrstu mínútu.

„Ég verð áfram hérna og er búinn að láta leikmenn vita að næsta undirbúningstímabil verður tvisvar sinnum erfiðara en síðast. Það er eitt að vinna titilinn en það er annað að verja hann."

Athugasemdir
banner
banner
banner