Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 24. september 2018 13:00
Ívan Guðjón Baldursson
Jón Daði: Heilbrigð samkeppni um hverja stöðu
Mynd: Getty Images
Jón Daði Böðvarsson hefur verið einn af fáum ljósu punktum í liði Reading það sem af er tímabils. Liðið er búið að vinna tvo af síðustu þremur en er aðeins með átta stig eftir níu umferðir.

Jón Daði er markahæsti maður liðsins og er búinn að skora fimm mörk í deildinni, sem gerir hann þriðja markahæstan ásamt Dwight Gayle, Teemu Pukki og Andreas Weimann.

„Við stóðum okkur vel frá upphafi til enda. Við höfum beðið lengi eftir sigri á heimavelli og við áttum virkilega skilið að vinna þennan leik. Við verðum að halda áfram á þessari braut," sagði Jón Daði við vefsíðu Reading að leikslokum.

„Við vildum sigurinn meira en þeir og þess vegna unnum við. Við þurfum að fara í hvern einasta leik með þetta hugarfar."

Jón Daði er ekki með fast byrjunarliðssæti í liði Reading frekar en aðrir leikmenn félagsins. Paul Clement á enn eftir að finna rétta formúlu og gerir mikið af breytingum á milli leikja.

„Hér ríkir heilbrigð samkeppni um hverja stöðu. Öllum líður eins og þeir geti fengið tækifæri í liðinu ef þeir standa sig vel á æfingum."

Jón Daði hefur verið að skora mark á 96 mínútna fresti að meðaltali og er ánægður með það, svo lengi sem það hjálpar liðinu.

„Það er frábært að skora reglulega, það er það sem allir sóknarmenn vilja gera. Ég gæti ekki beðið um betri byrjun á tímabilinu persónulega séð, en ég vonast til að halda áfram að skora og mörkin mín hjálpi liðinu að klifra upp töfluna."
Athugasemdir
banner
banner
banner