Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 24. september 2018 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Karius var ekki að flýja Liverpool
Loris Karius fór frá Liverpool til Besiktas undir lok gluggans
Loris Karius fór frá Liverpool til Besiktas undir lok gluggans
Mynd: Getty Images
Þýski markvörðurinn Loris Karius er á láni hjá tyrkneska liðinu Besiktas frá Liverpool en hann gerði tveggja ára lánssamning undir lok gluggans.

Karius hefur fengið mikla gagnrýni á þessu ári, þá sérstaklega í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu er Liverpool tapaði 3-1. Karius gerði þar slæm mistök í tvígang sem kostuðu liðið.

Hann hélt svo áfram að bjóða upp á mistök á undirbúningstímabilinu og ákvað hann í kjölfarið að fara á lán er Liverpool keypti Alisson Becker frá Roma.

Hann segir ákvörðunina afar einfalda og að hann hafi ekki verið að flýja frá Liverpool.

„Ég hef ekkert á móti Jürgen Klopp. Okkar samband er frábært og hann kenndi mér aldrei um mistökin í Kiev," sagði Karius.

„Ég gat ákveðið að vera áfram og spila nokkra leiki en ég vil spila reglulega og vera númer 1. Enginn sagði mér að fara frá Liverpool og ég var ekki að flýja."

„Ég er á þeim aldri þar sem ég þarf að spila reglulega og eftir að Alisson kom frá Roma þá ákvað ég að fara til Besiktas."

„Pressan var so mikil frá fjölmiðlum og almenning að Liverpool varð að bregðast við og það reyndist mér ekki vel. Það gerist stundum í fótbolta,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner