Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 24. september 2018 23:30
Ingólfur Páll Ingólfsson
Lewandowski og Boateng heillað Kovac eftir að sumarglugginn lokaði
Niko Kovac er himinlifandi með fagmennsku sinna manna.
Niko Kovac er himinlifandi með fagmennsku sinna manna.
Mynd: Getty Images
Eftir að hafa mistekist að yfirgefa Allianz Arena í sumarglugganum virðast þeir Robert Lewandowski og Jerome Boateng einfaldlega hafa gleymt vonbrigðum sumarsins og heillað Niko Kovac fyrir fagmennsku sem þeir hafa sýnt af sér í upphafi tímabilsins.

Tvímenningarnir voru sterklega orðaðir við brottför frá Þýskalandi í sumar, Lewandowski var orðaður við Real Madrid og Jerome Boateng virtist á leið á Old Trafford.

Allt kom fyrir ekki, félagsskiptin gengu ekki í gegn og í staðinn hafa báðir leikmenn byrjað tímabilið frábærlega undir stjórn Niko Kovac. Kovac var í viðtali fyrir leik Bayern Munchen gegn Augsburg annað kvöld og nýtti tækifærið til þess að hrósa sínum mönnum.

Þetta eru frábærir atvinnumenn, heimsklassaleikmenn. Þeir vita hvað þeir þurfa að gera. Ég er ekki hissa á því hversu vel þeir spila. Ég vonaðist eftir því og bjóst við því,” sagði Kovac.

James Rodriguez er annar leikmaður sem hefur byrjað tímabilið í flottu formi. James skoraði sitt annað mark í sigri á Schalke um síðustu helgi en Kovac var hinsvegar ánægður með vinnuframlag leikmannsins.

Hann er að spila vel. Hann býður sig alltaf sem valmöguleika og kemur með lausn.”
Athugasemdir
banner
banner
banner