Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 24. september 2018 20:00
Ingólfur Páll Ingólfsson
Matic spilaði meiddur undir lok síðasta tímabils
Matic er í miklum metum hjá Mourinho.
Matic er í miklum metum hjá Mourinho.
Mynd: Getty Images
Serbneski miðjumaðurinn Nemanja Matic hefur viðurkennt að hafa verið tæpur vegna meiðsla undir lok tímabils og fór undir hnífinn nýlega til þess að taka á meiðslum á kvið.

Matic segir að hann hafi þurfti að spila í gegnum sársaukann á síðasta tímabili og þurft á aðgerðinni að halda. Hann spilaði 49 leiki fyrir rauðu djöflanna á síðasta tímabili áður en hann hélt til Rússlands og spilaði með landsliði Serbíu á heimsmeistaramótinu.

Ég fór í aðgerð í Philadelpia eftir að læknirinn sagði að aðgerð yrði eina leiðin til þess að laga vandamálið. Mér líður vel núna. Ég sá að ég gat ekki gefið mitt besta vegna alvarleika meiðslanna. Þetta var sársaukafullt og þurfti að laga,” sagði Matic.

Stundum getur þú spilað í gegnum sársaukann og ég gerði það síðustu mánuði tímabilsins en ég held að það hafi verið betra að laga vandamálið.”

Matic hefur verið lykilmaður í liði Mourinho í upphafi tímabilsins en fékk að líta rautt spjald í sigurleik United á Watford. Hann var því í banni í jafnteflinu gegn Wolves um helgina en er nú klár fyrir viðureign liðsins í Carabao bikarnum á morgun.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner