Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 24. september 2018 17:00
Ívan Guðjón Baldursson
Messi neitaði að taka í höndina á dómaranum eftir jafnteflið
Mynd: Getty Images
Barcelona gerði 2-2 jafntefli við Girona í spænska boltanum um helgina og missti þannig niður forystuna á Real Madrid í toppbaráttunni.

Börsungar voru marki yfir og með góða stjórn á leiknum þegar dómarinn ákvað að reka Clement Lenglet útaf fyrir að gefa andstæðingi sínum olnbogaskot í andlitið.

VAR er nýkomið í spænska boltann og hafa margar spurningar vaknað upp eftir þetta rauða spjald sem var gefið Lenglet, þar sem olnbogaskotið virtist ekki hafa verið gefið viljandi.

Cristhian Stuani jafnaði rétt fyrir leikhlé og kom gestunum svo yfir snemma í síðari hálfleik og voru Spánarmeistararnir margföldu komnir í bobba.

Heimamenn sóttu án afláts og gerði Gerard Pique jöfnunarmark en sigurmarkið kom ekki og var Messi langt frá því að vera kátur eftir lokaflautið.

Messi gekk til dómaranna að leikslokum en samskipti þeirra virtust ekki af jákvæðum toga. Þau voru stutt og lauk þeim með því að Messi gekk ósáttur til búningsklefa án þess að taka í hönd dómaranna.

Ernesto Valverde, þjálfari Barca, er sammála Messi og segist ekkert skilja í dómnum.

„Þeir rekast saman og það er olnbogi þarna en þetta er ekki viljandi. Þetta er í fyrsta sinn sem ég sé þann sem brotið er á biðjast afsökunar eftir rautt spjald."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner