Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 24. september 2018 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Pogba gagnrýndi leikstíl Man Utd eftir jafnteflið
Mynd: Getty Images
Samband Jose Mourinho og Paul Pogba virðist ekki vera sérlega gott þrátt fyrir látlausar tilraunir þess fyrrnefnda að láta líta út fyrir að allt sé í himnalagi.

Manchester United gerði 1-1 jafntefli við Wolves á Old Trafford um helgina og gagnrýndi Pogba leikstíl sinna manna í leiknum.

„Þegar við erum á heimavelli þá ættum við að sækja, sækja, sækja. Þannig á það að vera á Old Trafford, við eigum að gera mikið betur gegn Wolves á heimavelli," sagði Pogba.

„Við erum hérna til að sækja. Lið eru hrædd þegar þau sjá Manchester United sækja. Þetta voru mistökin okkar, við sóttum ekki nóg.

„Við eigum að sækja og pressa hátt eins og við gerðum gegn Tottenham, Liverpool, Chelsea og Arsenal á síðasta tímabili."


Pogba hélt áfram að gagnrýna Man Utd og virðist vera ósammála taktískum ákvörðunum Mourinho.

„Mér finnst augljóst að við ættum að vera fjölhæfara lið. Við þurfum að geta spilað meira en einn leikstíl. en ég get ekki sagt þetta því ég er bara leikmaður. Mér finnst að við ættum að vera hreyfanlegri."
Athugasemdir
banner
banner