Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 24. september 2018 18:00
Ívan Guðjón Baldursson
Sarri vill geta beðið um mánudagsleiki
Mynd: Getty Images
Maurizio Sarri er ósáttur með reglurnar í ensku úrvalsdeildinni sem gefa liðum sem spila í Evrópudeildinni minni sveigjanleika en annars staðar.

Chelsea og Arsenal unnu sína leiki í Evrópudeildinni á fimmtudagskvöldið og mættu svo bæði til leiks í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn.

Chelsea fór til Grikklands og lagði PAOK að velli með einu marki gegn engu en gerði svo markalaust jafntefli við West Ham og tapaði þannig sínum fyrstu stigum á tímabilinu. Leikmenn Chelsea fengu því aðeins einn heilan dag í hvíld á milli leikja, en flogið var heim frá Grikklandi á föstudeginum.

„Þetta er ekki mikið vandamál núna en það verður verra í mars og apríl. Ég skil ekki hvers vegna það má ekki biðja um að fá að spila á mánudögum í enska boltanum. Á Ítalíu og víðar er það eðlilegt," sagði Sarri eftir jafnteflið.

„Við þurftum að vera sneggri að færa boltann gegn West Ham, en það er erfitt þegar menn eru þreyttir."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner