Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 24. september 2018 23:00
Ingólfur Páll Ingólfsson
Þriggja leikja bann Mbappe stendur í kjölfar áfrýjunar
Mbappe verður að bíða með að fagna þangað til á laugardaginn.
Mbappe verður að bíða með að fagna þangað til á laugardaginn.
Mynd: Getty Images
PSG verður án Kylian Mbappe í einum leik til viðbótar í frönsku úrvalsdeildinni eftir að áfrýjun liðsins var hafnað af knattspyrnusambandinu þar í landi.

Mbappe var sendur af velli gegn Nimes fyrir að lenda saman við Teji Savanier og ýta honum eftir að sá síðarnefndi straujaði hann all hressilega í 4-2 sigri stórveldisins í upphafi mánaðarins.

Báðir leikmennirnir voru reknir af velli og fékk Mbappe þriggja leikja bann en Savanier fékk hinsvegar fimm leikja bann fyrir sína framkomu. Eftir áfrýjun frá leikmanni Nimes kom franska knattspyrnusambandið saman á mánudaginn og ákvað að báðar brottvísanir skyldu standa.

Mbappe verður því í banni næstkomandi miðvikudag þegar PSG tekur á móti Reims. Framherjinn hefur skorað eitt mark á þessu tímabili og verður klár gegn Nice næstkomandi laugardag.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner