Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 24. september 2020 17:32
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Alfons byrjar gegn AC Milan
Alfons í leik með Bodö/Glimt.
Alfons í leik með Bodö/Glimt.
Mynd: Håkon Kjøllmoen
Alfons Sampsted hefur spilað hverju einustu mínútu í norsku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð og hann er auðvitað í byrjunarliði Bodö/Glimt gegn AC Milan í forkeppni Evrópudeildarinnar í kvöld.

Leikurinn hefst eftir tæpan klukkutíma. Það er enginn Zlatan Ibrahimovic með Milan í kvöld, hann er í einangrun eftir að hafa greint með kórónuveiruna.

Þetta er bara einn leikur og sigurliðið fer áfram í næstu umferð, sem er síðasta umferðin fyrir riðlakeppnina.

Leikurinn fer fram í Mílanó en Bodö/Glimt er á toppi norsku úrvalsdeildarinnar með þægilegt forskot.

Ragnar Sigurðsson er í byrjunarliði FC Kaupmannahöfn sem mætir pólska liðinu Piast Gliwice klukkan 19:00, en það er mikill fjöldi af leikjum í forkeppni Evrópudeildarinnar í kvöld.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner