Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   lau 24. september 2022 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Áföllin dynja á Barcelona - Fjórir leikmenn meiðst í landsleikjatörninni
Mynd: EPA
Fjórir leikmenn spænska félagsins Barcelona hafa meiðst í landsleikjatörninni til þessa en þetta er mikið áhyggjuefni fyrir félagið.

Jules Kounde, sem kom til Barcelona frá Sevilla í sumar, fór meiddur af velli er Frakkland vann Austurríki, 2-0.

Hann verður frá í að minnsta kosti mánuð og mikil blóðtaka fyrir Börsunga en það var bara byrjunin.

Frenkie de Jong fór meiddur af velli í hálfleik er Holland vann 2-1 sigur á Póllandi. Hann var sendur aftur til Spánar eftir leikinn og sömu sögu má segja af Memphis Depay, sem spilaði einnig í leiknum gegn Póllandi.

Áföllin héldu síðan áfram að dynja á Barcelona í gærkvöldi því fjórði leikmaður liðsins meiddist í vináttuleik. Ronald Araujo, varnarmaður liðsins, meiddist í 1-0 tapi Úrúgvæ fyrir Íran, en hann fór af velli á 5. mínútu.

Landsleikjahléið klárast í næstu viku og eru stjórnarmenn Börsunga eflaust að naga neglurnar af stressi um að missa fleiri leikmenn í meiðsli.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner