Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 24. nóvember 2019 22:18
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lét leikmenn sína horfa á Gladiator og 300 fyrir 7-1 tap
Sam Allardyce.
Sam Allardyce.
Mynd: Getty Images
Gael Givet.
Gael Givet.
Mynd: Getty Images
Gael Givet, fyrrum varnarmaður Blackburn, segir að knattspyrnustjórinn Sam Allardyce, eða Stóri Sam eins og hann er stundum kallaður, hafi sýnt leikmönnum sínum brot úr kvikmyndunum Gladiator og 300 fyrir 7-1 tap gegn Manchester United.

Stóri Sam sannfærði Givet um að yfirgefa Marseille og koma til Blackburn í janúar 2009. Hann var hjá Blackburn í fjögur og hálft ár eftir það.

Frakkinn segir að Allardyce hafi notað furðulegar aðferðir til að hvetja liðið áfram, enga furðulegra en sá sem hann notaði fyrir leik á Old Trafford.

„Við höfðum hitað upp og fórum aftur inn í klefa," sagði Givet við franska íþróttablaðið L'Equipe.

„Þegar við vorum að setja á okkur legghlífarnar, þá sagði hann: 'Strákar, bíðið'. Hann kom með myndvarpa og sýndi okkur samantekt úr myndunum Gladiator og 300. Í stuttu máli sagt, hermenn með sverð."

„Við vorum allir í búningsklefanum og sögðum: 'Ahhhh!' (sagði hann og hermdi eftir hermenni með sverð)."

„Eftir 30 mínútur vorum við 3-0 undir. Við töpuðum 7-1. Eftir leikinn þá hlógum við allir."

Þann dag skoraði Dimitar Berbatov fimm mörk, en Nani og Park Ji-sung skoruðu einnig. Christopher Samba skoraði fyrir Blackburn þegar 70 mínútur voru eftir.

Allardyce, sem er án félags í dag, var rekinn frá Blackburn þremur vikum síðar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner