Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 24. nóvember 2019 19:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Norðurlöndin: Jón Dagur lagði upp mark gegn Bröndby
Jón Dagur Þorsteinsson.
Jón Dagur Þorsteinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnór Smára og félagar eru í fallhættu fyrir lokaumferðina í Noregi.
Arnór Smára og félagar eru í fallhættu fyrir lokaumferðina í Noregi.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Jón Dagur Þorsteinsson lagði upp annað mark AGF í sigri í Íslendingaslag gegn Bröndby í dönsku úrvalsdeildinni.

Jón Dagur byrjaði hjá AGF, Hjörtur Hermannsson byrjaði hjá Bröndby, en þeim var báðum skipt af velli eftir rúmar 80 mínútur.

Leikurinn fór fram í Árósum og komust heimamnenn yfir eftir um hálftíma leik. Staðan varð 2-0 þegar Jón Dagur lagði upp mark fyrir Patrick Mortensen á 66. mínútu.

Bröndby minnkaði muninn á 76. mínútu, en lenrga komust gestirnir ekki.

AGF er í fjórða sæti með þremur stigum minna en Bröndby sem er í þriðja sætinu.

Eggert Gunnþór Jónsson spilaði allan leikinn á miðjunni hjá SönderjyskE í 2-2 jafntefli gegn Lyngby. Frederik Schram er varamarkvörður Lyngby.

SönderjyskE er í tíunda sæti með fjórum stigum minna en Lyngby sem er í níunda sæti.

Heil umferð í Noregi - næst síaðsta umferðin
Það var heil umferð spiluð í norsku úrvalsdeildinni í dag - lokaumferðin.

Molde er þegar búið að tryggja sér titilinn, en þeir unnu 4-2 útisigur á Vålerenga. Matthías Vilhjálmsson lék ekki með Vålerenga í dag. Vålerenga er í tíunda sæti.

Þá tapaði Lilleström 2-1 á útivelli gegn Ranheim. Arnór Smárason kom inn á sem varamaður þegar stundarfjórðungur var eftir af venjulegum leiktíma.

Lilleström er í fallhættu fyrir lokaumferðina, með jafnmörg stig og Tromsö sem er í 14. sæti - liðið sem lendir í því sæti fer í umspil. Tvö neðstu liðin eru með tveimur stigum minna en Lilleström - liðin í þeim sætum fara beint niður í B-deild.

Lilleström mætir Sarpsborg á heimavelli í lokaumferðinni.

Samúel Kári Friðjónsson lék allan leikinn í 2-2 jafntefli Viking gegn Rosenborg. Samúel Kári er í láni frá Vålerenga, en með Viking er hann í fimmta sæti á meðan Vålerenga er eins og áður segir í tíunda sæti.

Oliver Sigurjónsson var ekki í leikmannahópi Bodo/Glimt í 3-0 sigri á Kristiansund. Bodo/Glimt er í öðru sæti, en Oliver er ósáttur í herbúðum félagsins.

Lokaumferðin í Noregi fer fram eftir viku.
Athugasemdir
banner
banner