Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 24. nóvember 2019 19:36
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rashford: Sýnir að við erum að læra og bæta okkur
Rashford skoraði þriðja mark Man Utd.
Rashford skoraði þriðja mark Man Utd.
Mynd: Getty Images
„Þeir voru þéttir fyrir og þú verður að hreyfa þig," sagði Marcus Rashford, framherji Manchester United, eftir 3-3 jafntefli gegn Sheffield United.

Man Utd lenti 2-0 undir, en náði að breyta stöðunni í 3-2. Rashford skoraði þriðja markið. Sheffield United náði hins vegar skora aftur þegar Oli McBurnie kom boltanum í netið í uppbótartímanum.

„Fyrri hálfleikurinn var ekki nægilega góður, en við náðum að átta okkur á því og komast aftur inn í leikinn, í góða stöðu."

„Gegn Everton á síðustu leiktíð lentum við 2-0 undir og töpuðum 4-0. Þetta sýnir að við erum að læra og bæta okkur."

„Við verðum alltaf að halda áfram að ýta á þá - ef við hefðum haldið áfram þá hefðum við mögulega náð að vinna leikinn."

„Þetta var erfiður leikur fyrir bæði lið. Það er erfitt að taka þessu eftir að hafa komist 3-2 yfir. En við vorum í erfiðri stöðu og náðum að koma okkur úr henni," sagði Rashford.
Athugasemdir
banner
banner