Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   sun 24. desember 2017 11:45
Ingólfur Stefánsson
Defoe frá keppni fram í febrúar
Mynd: Getty Images
Jermaine Defoe framherji Bournemouth verður líklega frá leik í 8-10 vikur vegna meiðsla. Þessi 35 ára framherji meiddist í viðureign Bournemouth og Chelsea í Caraboa bikarnum í vikunni.

Defoe hefur skorað 3 mörk í 15 leikjum í vetur. Benik Afobe, Lys Mousset, Callum Wilsonog Joshua King geta allir fyllt í skarð Defoe en þeir hafa einungis skorað 5 mörk á milli sín í vetur.

Eddie Howe þjálfari Bournemouth segir að það sé mikill missir í Defoe en liðið sé nægilega vel mannað til þess að fylla skarð hans.

„Það jákvæða í stöðunni er að við erum með marga framherja sem geta komið inn. Það er alltaf skellur að missa Defoe en við erum með leikmenn sem geta leyst það."

„Við erum með sóknarmenn sem geta skaðað hvaða lið sem er. Jordon Ibe spilaði í öðru hlutverki en hann er vanur gegn Chelsea og stóð sig vel. Mousset spilaði líka gegn Chelsea og hann stóð sig vel."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner