Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 24. desember 2017 08:30
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Eddie Howe: Erfiður leikur gegn mjög góðu liði
Mynd: Getty Images
Eddie Howe fór með sína menn í Bournemouth í heimsókn til Manchester í gær þar sem þeir mættu toppliði Manchester City.

Leikurinn reyndist erfiður fyrir Bournemouth enda fá lið sem ná að stoppa Manchester City þessa dagana, niðurstaðan var 4-0 sigur heimamanna.

„Þetta var erfiður leikur gegn mjög góðu liði, það var alltaf að fara verða erfitt að stoppa þá," sagði Eddie Howe.

„Fyrsta markið var að miklu leyti okkar sök og það breyti leiknum. Við tókum margar slæmar ákvarðanir og þeir hafa leikmenn sem geta klárað leiki upp á sínar eigin spýtur."

„Allir leikir eru mikilvægir en næstu þrír leikir eru gríðarlega mikilvægir fyrir okkur, það eru margir hjá okkur á meiðslalistanum og þetta er svo sannarlega ekki besti tími ársins með það að gera."

Næsti leikur Bournemouth er á öðrum degi jóla en þeir fá þá West Ham í heimsókn.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 34 24 5 5 82 26 +56 77
2 Liverpool 33 22 8 3 75 32 +43 74
3 Man City 32 22 7 3 76 32 +44 73
4 Aston Villa 34 20 6 8 71 50 +21 66
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Newcastle 32 15 5 12 69 52 +17 50
7 Man Utd 32 15 5 12 47 48 -1 50
8 West Ham 34 13 9 12 54 63 -9 48
9 Chelsea 32 13 8 11 61 57 +4 47
10 Brighton 32 11 11 10 52 50 +2 44
11 Wolves 33 12 7 14 46 53 -7 43
12 Fulham 34 12 6 16 50 54 -4 42
13 Bournemouth 33 11 9 13 48 60 -12 42
14 Crystal Palace 33 9 9 15 42 56 -14 36
15 Brentford 34 9 8 17 52 59 -7 35
16 Everton 33 10 8 15 34 48 -14 30
17 Nott. Forest 34 7 9 18 42 60 -18 26
18 Luton 34 6 7 21 47 75 -28 25
19 Burnley 34 5 8 21 37 69 -32 23
20 Sheffield Utd 33 3 7 23 31 88 -57 16
Athugasemdir
banner
banner
banner