sun 24. desember 2017 08:00
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Juventus og Roma bæði sögð áhugasöm um Darmian
Hvert fer Darmian?
Hvert fer Darmian?
Mynd: Getty Images
Ítalski bakvörðurinn, Matteo Darmian sem kom til Manchester United sumarið 2015 er orðaður við brottför frá félaginu þessa dagana.

Líklegast er talið að ef hann yfirgefi félagið muni hann snúa aftur til Ítalíu en Man Utd keypti hann frá Torino á sínum tíma.

Samkvæmt heimildum Goal, eru Juventus og Roma sögð áhugasöm um að fá kappann í sínar raðir.

Man Utd var fyrsta lið Darmian utan Ítalíu en hann hóf feril sinn hjá AC Milan, þaðan fór hann til Palermo og næsti viðkomustaður var Torino.

Framtíð hans virðist vera í óvissu þessa stundina á Englandi, en það er spurning hvað gerist þegar félagsskiptaglugginn verður opnaður þann 1. janúar næstkomandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner