sun 24. desember 2017 22:00
Ingólfur Stefánsson
Kane búinn að jafna met Shearer
Mynd: Getty Images
Harry Kane framherjir Tottenham hefur átt frábært ár og hefur raðað inn mörkum.

Kane skoraði sína sjöundu þrennu á árinu í 3-0 sigri Tottenham á Burnley í gær. Þriðja mark hans í leiknum var hans 36. í deildinni í ár.

Aðeins Alan Shearer hefur skorað jafn mörg mörk á einu almanaks ári frá stofnun ensku úrvalsdeildarinnar. Það gerði Shearer árið 1995 þegar hann spilaði fyrir Blackburn.

Shearer skoraði þá 36 mörk í 42 leikjum en Kane hefur skorað sín 36 mörk í einungis 35 leikjum. Kane getur bætt met Shearer þegar Tottenham mætir Southampton í lokaleik ársins annan í jólum.

Aðeins Lionel Messi og Edinson Cavani hafa skorað fleiri mörk en Kane á árinu í toppdeildum Evrópu. Kane hefur skorað 46 mörk í öllum keppnum.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner