Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   sun 24. desember 2017 11:32
Magnús Már Einarsson
Man City vill fá Fred - Mkhitaryan til Inter?
Powerade
Henrikh Mkhitaryan er orðaður við Inter.
Henrikh Mkhitaryan er orðaður við Inter.
Mynd: Getty Images
Gleðileg jól! Styttu biðina fram að aðfangadagskvöldi með því að skoða slúður dagsins.



Tottenham ætlar að reyna að fá Ross Barkley (24) miðjumann Everton og Luke Shaw (22) vinstri bakvörð Manchester United í janúar. (Sunday Express)

Manchester United hefur frestað því að gefa Jose Mourinho nýjan samning. (Mirror)

Umboðsmaður Olivier Giroud er á leið til London til að ræða framtíð leikmannsins hjá Arsenal. (Mirror)

Jack Wilshere (25) er kominn aftur inn í áætlanir Gareth Southgate landsliðsþjálfara Englendinga fyrir HM. (The Sun)

Pep Guardiola, stjóri Manchester City, vill fá Fred (24) miðjumann Shakhtar Donetsk í sínar raðir næsta sumar. (Mail on Sunday)

Arsenal er komið á undan Manchester United og Chelsea í baráttunni um Leon Bailey (20) en hann er metinn á 30 milljónir punda. (Mirror)

Inter vill fá Henrikh Mkhitaryan (28) á láni frá Manchester United. (Mail on Sunday)

Virgil van Dijk (26) var ekki í leikmannahópi Southampton í gær en Mauricio Pellegrino stjóri félagsins vildi ekki tjá sig um það hvort það tengist mögulegri brottför til Liverpool. (Liverpool Echo)

Bournemouth hefur hafnað átta milljóna punda tilboði frá West Ham í miðjumanninn Harry Arter (27). (Sunday Express)
Athugasemdir
banner
banner