Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 24. desember 2020 19:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Andri Fannar ánægður eftir fyrsta byrjunarliðsleikinn
Andri Fannar Baldursson.
Andri Fannar Baldursson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Miðjumaðurinn knái Andri Fannar Baldursson var í byrjunarliði Bologna þegar liðið gerði endurkomujafntefli við Atalanta í gær.

Þetta var fyrsti byrjunarliðsleikurinn hjá Andra hjá Bologna og í Serie A deildinni yfir höfuð, og því ber að fagna.

Atalanta tók 2-0 forystu í leiknum en Bologna náði að koma til baka og ná í stig. Andri Fannar spilaði 65 mínútur og var hann ánægður með að fá að byrja.

„Ég er ánægður að hafa byrjað. Þetta var mjög erfiður leikur, Atalanta er mjög sterkt lið. Við gerðum vel í að gefast ekki upp," sagði Andri við Sky.

„Við spilum alltaf til að vinna, en það hefur því miður ekki gengið nægilega vel að undanförnu... við munum halda áfram að leggja mikið á okkur til að standa okkur betur."

Bologna er í 13. sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar, en Andri er aðeins 18 ára og mjög efnilegur.
Athugasemdir
banner
banner
banner