Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 24. desember 2020 23:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrrum liðsfélagi Arons hrósar honum fyrir rosalegt mark
Hudson og Aron fagna marki þegar þeir voru saman í Cardiff.
Hudson og Aron fagna marki þegar þeir voru saman í Cardiff.
Mynd: Getty Images
Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson skoraði magnað mark í úrvalsdeildinni í Katar í gær.

Al Arabi vann botnbaráttuslag gegn Al Kharaitiyat, 3-1. Aron Einar gerði þriðja markið í leiknum með skoti fyrir aftan miðjuboga á eigin vallarhelmingi en boltinn fór yfir markvörð Al Kharaitiyat.

Skotið var af rúmlega 60 metra færi. Glæsilegt mark!

Mark Hudson, fyrrum fyrirliði Cardiff, sá markið og hrósaði Aroni fyrir það. Hudson og Aron voru liðsfélagar í Cardiff frá 2011 til 2014.

„Strákurinn Aron Einar, þetta er rosalegt," skrifaði Hudson við myndband af markinu sem má sjá hér að neðan.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner