Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 24. desember 2020 21:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hemmi Hreiðars í úrvalsliði þeirra sem hafa gert það gott um jólin
Hermann þjálfar í dag Þrótt Vogum.
Hermann þjálfar í dag Þrótt Vogum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í Bretlandi, og á Íslandi, er fótboltinn stór hluti af jólahátíðinni.

Vefmiðillinn Football 365 ákvað að taka saman úrvalslið leikmanna sem hafa gert það gott um jólin.

Í úrvalsliðinu eigum við Íslendingar fulltrúa en það er Hermann Hreiðarsson. Hann fær sæti í liðinu vegna frammistöðu sinnar í leik með Charlton gegn Chelsea á öðrum degi jóla 2003.

„Fyrrum íslenski landsliðsmaðurinn Hermann Hreiðarsson leysir stöðu hægri bakvarðar í úrvalsliðinu eftir mark sitt á fyrstu mínútu fyrir Charlton gegn Chelsea í fjörugum leik 2003. John Terry jafnaði fljótt en Charlton tókst að leiða 4-1 í hálfleik. Eiður Smári Guðjohnsen, félagi Hermanns í íslenska landsliðinu, minnkaði muninn fyrir Chelsea en Charlton tókst að landa óvæntum sigri," segir í greininni.

Hermann, sem er í dag þjálfari Þróttar Vogum í 2. deild, er í liðinu ásamt Gareth Barry, Harry Kane, Juninho og fleirum góðum.
Athugasemdir
banner