Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fim 24. desember 2020 09:00
Aksentije Milisic
Nuno neitar að biðja Lee Mason afsökunar
Mynd: Getty Images
Nuno Espirito Santo, stjóri Wolves, hefur neitað að biðja dómarann Lee Mason afsökunar. Santo lét Mason heyra það í viðtali eftir leikinn gegn Burnley á mánudaginn.

Enska knattspyrnusambandið hefur beðið Santo að útskýra ummæli sín eftir að hann sagði að Mason væri ekki nægilega góður til að dæma í ensku úrvalsdeildinni, eftir frammistöðu hans í tapleik Wolves gegn Burnley.

Nuno hefur beðist afsökunar á tímasetningu orða sinna og segir að þau hafi ekki komið á góðum tíma. Hann neitar hins vega að biðjast afsökunar á því sem hann sagðir og stendur hann enn með því.

Orð Nuno um Mason eftir leikinn komu á óvart því hann hefur lítið sem ekkert gagnrýnt dómara frá því hann kom fram á sjónarsviðið á Englandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner